- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Ísland er í efsta styrkleikaflokki

Landsliðsmennirnir Elvar Ásgeirsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Stiven Tobar Valencia, Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Arnarsson hressir eftir sæti á EM 2024 var í endanlega í höfn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla 2024. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur birt styrkleikaflokkana fjóra eftir að undankeppninni lauk á sunnudaginn. Dregið verður í riðla mótsins 10. maí í Düsseldorf. Alls taka 24 lið þátt í Evrópumótinu og hefur þeim verið deilt niður í fjóra flokka.

Að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla er ákveðinn kostur. Það útilokar að íslenska landsliðið mæti allra sterkustu liðunum á fyrsta stigi keppninnar. Líkurnar á góðum árangri á mótinu aukast þar með. Þar af leiðandi geta vonir glæðst um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna.

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ísland til München

Þar á ofan hefur nokkrum liðum þegar verið raðað niður í riðla (Sjá nánar neðst í fréttinni). Þýskaland, sem er í öðrum styrkleikaflokki, leikur í riðlakeppninni í Düsseldorf, upphafsleikurinn, og í Berlín. Króatía úr þriðja styrkleikaflokki verður með bækistöðvar í Mannheim þar sem C-riðill fer fram.

Einnig hefur verið ákveðið að Ísland verði í B-riðli sem leikinn verður í Ólympíuhöllinni í München, sama stað og íslenska landsliðið lék á HM 2019. Í München verða einnig Danir og liðin í F-riðli. Norska landsliðið verður í Berlin í D-riðli og Evrópumeistarar Svíar í E-riðli í Mannheim.

Færeyingar, sem brjóta blað með þátttöku sinni á EM, eru í fjórða styrkaflokki og getur þar af leiðandi dregist í riðil með Íslendingum.

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

50 þúsund áhorfendur

Evrópumótið fer fram frá 10. til 28. janúar. Þýska landsliðið leikur upphafsleik mótsins á Merkur Spiel-Arena knattspyrnuvellinum í Düsseldorf. Vonir standa til þess að 50 þúsund áhorfendur verði viðstaddir leikinn.

Styrkleikaflokkar

1: Svíþjóð, Spánn, Danmörk, Frakkland, Noregur, Ísland.
2: Þýskaland, Holland, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal, Austurríki.
3: Króatía, Bosnía Herzegóvína, Pólland, Tékkland, Serbía, Norður Makedónía.
4: Sviss, Rúmenía, Svartfjallaland, Grikkland, Georgía, Færeyjar.

Leikstaðir

  • Leikstaðir í riðlakeppni: Düsseldorf, Berlin, Mannheim, München.
  • Leikstaðir í milliriðlum: Köln (Ísland), Hamborg.
  • Leikið verður til úrslita í Köln.
  • Leikir íslenska landsliðsins í riðlakeppninni í München verða 12., 14. og 16. janúar.

    Raðað hefur verið í riðla áður en dregið verður:
A-riðillB-riðillC-riðill
Düss./BerlinMannheimMünchen
Ísland
Þýskaland
Króatía
D-riðillE-riðillF-riðill
BerlinMannheimMünchen
NoregurSvíþjóðDanmörk

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -