- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei fleiri Norðurlandaþjóðir með á EM

Íslenski fáninn verður á lofti í München í janúar á næsta ári þegar EM fer fram í borginni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aldrei hafa fleiri Norðurlandaþjóðir átt sæti í lokakeppni Evrópumeistaramóts í handknattleik A-landsliða en þegar Evrópumótið fer fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Alls verða fimm landslið frá Norðurlöndum á mótinu, Danmörk, Færeyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Svíar eiga titil að verja

Lið 24 þjóða taka þátt í mótinu sem hefst 10. janúar og lýkur 28. sama mánaðar.

Af þeim verða Færeyingar með í fyrsta skipti eftir að þeir tryggðu sér keppnisrétt í gær með því að hafna í þriðja sæti fjórða riðils, og vera ein fjögurra þjóða sem náði bestum árangri liðs sem hreppti þriðja sæti í riðli undankeppninnar. Færeyingar verða um leið fámennasta þjóð sem nokkru sinni hefur tekið þátt í lokakeppni Evrópumóts í nokkurri boltaíþrótt A-landsliða. Íbúar Færeyja eru um 50 þúsund

Dregið í riðla 10. maí

Dregið verður í riðla EM 10. maí í Düsseldorf. Vonir stand til þess að íslenska landsliðið verði í fyrsta styrkleikaflokki. Afar sennilegt er að Færeyingar verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Þar með er ekki ósennilegt að Færeyingar verði í riðli með einhverri frændþjóða sinna í riðli.

Ísland leikur í München

Ljóst er að íslenska landsliðið leikur í riðli sem fram fer í Ólympíuhöllinni í München. Það hefur þegar verið ákveðið af þýsku mótshöldurum Leikdagar verða 12., 14. og 16. janúar. Hinn 10. maí kemur í ljós hvort frændur okkar frá Færeyjum verði andstæðingur Íslendinga einhvern leikdaganna þriggja.

Takist íslenska liðinu að komast upp úr riðlinum verður stefnan tekinn til Kölnar í milliriðla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -