- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Mætast aftur í Klaksvík

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fer yfir málin með leikmönnum á fundi rétt fyrir hádegið. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið Íslands og Færeyja mætast öðru sinni í vináttuleik í handknattleik kvenna í Klaksvík í Færeyjum klukkan 16 í dag. Íslenska liðið vann viðureignina í gær með fimm marka mun, 28:23 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Leikið var í Skála á Austurey.


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sagði í samtali við handbolta.is í gærkvöld að um hörkuleik hafi verið að ræða sem landsliðið og hann hafi fengið mikið út úr enda um hörkuleik að ræða.


„Ég er afar þakklátur fyrir að við fáum tækifæri til þess að leika þessa tvo leiki gegn góðu færeysku liði sem hefur tekið miklum framförum. Hér í Færeyjum hefur verið tekið afar vel á móti okkur og aðstæður eru eins góðar og best verður á kosið,“ sagði Arnar sem er að búa íslenska landsliðið undir tvo leiki við Ísrael í forkeppni HM sem fram fara hér á landi um næstu helgi.


„Við vorum að prófa breyttan varnarleik í leiknum og munum halda því áfram. Í síðari hálfleik lentum við í vændræðum gegn framliggjandi vörn færeyska liðsins en tókst vinna okkur út úr þeim vanda þegar á leið. Þegar á heildina litið var ég ánægður og á von á öðrum hörkuleik í Klaksvík,“ sagði Arnar ennfremur.


Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá dvöl íslenska landsliðsins í Færeyjum. Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.


Handbolti.is fylgist með leiknum í Klaksvík í dag í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -