Mikil eftirvænting ríkti fyrir viðureign Vals og FH sem fram fór í Olísdeild karla í handknattleik í Origohöllinni í gærkvöld. M.a var það vegna þess að í leiknum mættust tvær stórstjörnur í íslenskum handknattleik um langt árabil, Alexander Petersson hjá Val og Aron Pálmarsson, FH-ingur. Fjölda áhorfenda dreif að og var stemning öll hin ágætasta.
Valur hafði betur í leiknum, vann með eins marks mun, 27:26, eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Valur var þremur mörkum undir, 21:18, eftir rúmlega 10 mínútna leik í síðari hálfleik.
Jói Long ljósmyndari (J.L.Long) lét sig ekki vanta á stórleikinn í Origohöllinni og deildi með handbolti.is myndamöppu. Hér fyrir neðan er hluti myndanna.