- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Valur, FH, Selfoss og Stjarnan Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki

- Auglýsing -

Fyrir hádegið á sunnudaginn var leikið til úrslita í Powerade-bikarkeppni 5. flokki kvenna og karla, yngra og eldra ár. Hér fyrir neðan eru myndir af sigurliðunum fjórum og úrslitum leikjanna. Úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöll í sömu umgjörð og úrslitaleikir meistaraflokka.

Valur vann Selfoss í úrslitaleik Powerade-bikars í 5. flokki, eldra ár, 17:15. Valur var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:6.

Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki kvenna, eldra ár, Valur. Mynd/HSÍ

FH vann ÍR í úrslitaleik Powerade-bikars í 5. flokki karla, eldra ár, 15:10. ÍR-ingar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 8:7.

Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki karla, eldra ár, FH. Mynd/HSÍ

Selfoss vann HK í úrslitaleik Powerade-bikars í 5. flokki kvenna yngra á, 22:18. HK-ingar voru marki yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 10:9.

Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki kvenna, yngra ár, Selfoss. Mynd/HSÍ

Stjarnan vann KA í úrslitaleik Powerade-bikars í 5. flokki karla, yngra ár 15:14. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram sigurvegara.

Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki karla, yngra ár, Stjarnan. Mynd/HSÍ

Powerade-bikarmeistara í fleiri yngri flokkum er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -