- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ævintýraleg varsla færeysks markvarðar

Færeyska U19 ára landsliðið sem stendur sig frábærlega í B-deild EM í handknattleik 19 ára og yngri. Mynd/Handknattleikssamband Færeyja
- Auglýsing -

Færeyski markvörðurinn Pauli Jacobsen varði hreint á ævintýralegan hátt í leik Færeyinga og Slóvaka í B-deild Evrópumóts 19 ára landsliða sem nú stendur yfir í Búlgaríu. Markvörður Slóvaka ætlaði að nota tækifærið til þess að skora í autt mark Færeyinga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Jacobsen kom á ógnarspretti frá hliðarlínunni og kastaði sér á boltann og kom í veg fyrir mark. Alveg hreint magnað hjá pilti.


Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en Allan Norðberg leikmaður færeyska A-landsliðsins og KA deilir því á Twitter.

Færeyska liðinu gengur afar vel á mótinu í Búlgaríu og leikur í dag til úrslita við Hvíta-Rússland eftir sigur á Slóvökum, 29:22, í undanúrslitum í gær þar sem ofangreint atvik átti sér stað.


B-deild EM 19 ára og yngri karla er leikin í þremur hlutum um þessar mundir og komast Færeyingar upp í A-keppnina í fyrsta sinn vinni þeir leikinn í dag.


EM verður aftur að ári og þá í aldursflokki 18 ára og yngri en U19 ára mótið sem stendur yfir núna er aukamót sem Handknattleikssamband Evrópu setti á dagskrá í vor þegar Alþjóða handknattleikssambandið felldi niður heimsmeistaramótið vegna kórónuveirunnar. U19 ára mótið núna átti að fara fram í fyrra og þá sem U18 ára Evrópumót.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -