- Auglýsing -
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að gleðja handknattleiksunnendur með því að töfra upp úr hatti sínu skemmtilega tilþrif og glæsilega mörk.
Eitt þeirra skoraði hann í gær með Kadetten Schaffhausen gegn RK Partizan Belgrad í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Markið var valið það besta í umferðinni enda alveg einstaklega vel gert. Óðinn Þór fékk boltann í þröngu færi í hægra horni, fór inn og kastaði aftur fyrir sig í nærhornið. Markvörður RK Partizan vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Markið var eitt sex marka Óðin Þórs í leiknum sem Kadetten tapaði, 29:26.
- Auglýsing -