- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Annar sigur KA/Þórs, Stjarnan af botninum og öruggt hjá Haukum

Matea Lonac markvörður KA/Þórs var mjög góð í leiknum við Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann Fram í Olísdeild kvenna í dag þegar liðin mættust í Úlfarsárdal, 22:21. Þetta var annar sigur KA/Þórsliðsins í röð í deildinni og hefur þar með tekið sér stöðu í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig.


Fram átti möguleika á að jafna metin. Boltinn var dæmdur af KA/Þór þegar innan við tíu sekúndur voru til leiksloka. Einar Jónsson þjálfari Fram tók leikhlé og lagði á ráðin. Það dugði skammt því leikmenn Fram köstuðu boltanum frá sér eins og sést á myndskeiði hér fyrir neðan.

Fyrsti sigur Stjörnunnar

Stjarnan lyfti sér upp úr botnsætinu með því að leggja ÍBV í Mýrinni, 26:22, í leik sem var lengst af jafn og spennandi.

Stjörnuliðið var sterkara á lokasprettinum gegn vængbrotnu liði ÍBV. Darija Zecevic varði afar vel í marki Stjörnunnar en hún var um tíma markvörður ÍBV en gekk til liðs við Stjörnuna fyrir þremur árum. Hún reyndist erfið á endaspretti leiksins.

Þar með hefur Stjarnan unnið tvo leiki röð þegar bikarleikurinn við Aftureldingu er meðtalinn. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11, í Mýrinni.

Ekkert hik á Haukum

Haukar halda efsta sætinu eftir öruggan sigur á ÍR, 34:25, á Ásvöllum. Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik. Liðsmenn Hauka byrjuðu afar vel og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkunum.

ÍR kom til baka og minnkaði muninn í þrjú mörk, 10:7. Nær komust nýliðarnir ekki. Þeim til hróss verður að segjast að þeir gáfust aldrei upp þótt á brattann væri að sækja gegn toppliðinu sem leikur hreint stórskemmtilegan handknattleik þegar sá gállinn er á því.

Fjórði og síðasti leikur 7. umferðar fer fram á mánudagskvöldið þegar Valur sækir Aftureldingu heim.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Úrslit dagsins

Haukar – ÍR 34:25 (18:10).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Sara Odden 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/2, Berglind Benediktsdóttir 3/2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8, 32% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 20%.
Mörk ÍR: Matthildur Lilja Jónsdóttir 5, Karen Tinna Demian 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Maria Leifsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1/1, Erla María Magnúsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 9, 20,9%.

Fram – KA/Þór 21:22 (11:12).
Mörk Fram: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Alfa Brá Hagalín 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 13.
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 2, Isabella Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 17.

Stjarnan – ÍBV 26:22 (11:11).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 10/6, Embla Steindórsdóttir 5/1, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Ivana Jorna Meincke 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13, 38,2% – Sigrún Ásta Möller 1, 50%.
Mörk ÍBV: Amelía Einarsdóttir 7/3, Karolina Olszowa 4/1, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 12, 31,6%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -