- Auglýsing -
Tveir íslenskir landsliðsmenn í handknattleik eru í liði fimmtu umferðar í Meistaradeild karla sem leikin var í síðustu viku. Báðir fóru á kostum með liðum sínum.
Annarsvegar er um að ræða Aron Pálmarsson sem skoraði átt mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Aalborg vann Vardar á heimavelli, 33:29, og hinsvegar er það Sigvaldi Björn Guðjónsson. Hann skoraði níu mörk í sex marka sigri Vive Kielce á liðsmönnum, Porto, 39:33, í Kielce.

Nokkur af tilþrifum Arons og Sigvalda Björns er að finna á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -