- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Brasilíumenn eru heimsmeistarar

Heimsmeistarar Brasilíu í hjólastólahandbolta. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Brasilía var í gær heimsmeistari í hjólastólahandbolta eftir sigur á Egyptum í framlengdum úrslitaleik og vítakeppni í Dr. Hassan Moustafa íþróttahöllinni í Kaíró. Brasilíska liðið vann alla leiki sína í mótinu og vel að titlinum komið í keppni sex landsliða sem stóð yfir frá síðasta fimmtudag og þangað til í gær.


Slóvenar hlutu bronsverðlaunin eftir að að hafa unnið landslið Chile í tveimur hrinum. Einnig tóku landslið Hollands og Indlands þátt í mótinu. Um blönduð lið var að ræða og varð hvert lið að vera skipað a.m.k. tíu leikmönnum, þar af að lágmarki þremur konum.

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar frá úrslitaleiknum.


Hver leikur stóð yfir í tvær hrinur nema úrslitaleikurinn í gær. Í honum þurfti oddahrinu og vítakakeppni til þess að knýja fram úrslit eftir að oddahrinunni lauk með jafntefli, 3:3. Brasilíumenn skoruðu úr þremur vítaköstum í vítakeppninni en Egyptum brást bogalistin í öllum sínum vítaköstum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -