„Við mættum klárir frá fyrstu mínútu, annað en í síðasta leik við Stjörnuna þegar við voru alls ekki on,“ sagði Brynjar Vignir Sigurjónsson annar markvarða Aftureldingar í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld, 35:23, í oddaleik í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik.
„Í kvöld mættum við gíraðir frá fyrstu mínútu og sýndum að við vorum ekki tilbúnir að fara strax í sumarfrí,“ sagði Brynjar Vignir sem varði afar vel, þær 45 mínútur sem hann stóð vaktina í marki Mosfellinga.
Brynjar Vignir varði vel strax frá byrjun og fékk áhorfendur um leið með sér. Hann sagði stuðninginn vera ómetanlegan. „Þetta er ástæðan fyrir að maður er í þessu,“ sagði Brynjar Vignir en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Sjá einnig:
Aftureldingarmenn kjöldrógu Stjörnumenn
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Myndskeið: Stórkostlegur leikur af okkar hálfu