Íslandsmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna slá ekki feilnótu, hvorki innan vallar né utan. Það sannaðist síðast í gærkvöld þegar leikmenn liðsins komu saman í hófi sem haldið var þegar þeir komu norður með Íslandsbikarinn eftir sigur á Íslandsmótinu.
Fréttavefur Akureyringa, Akureyri.net, birti í morgun myndskeið þegar leikmenn KA/Þórs stigu á svið og sungu við raust um leið og takturinn var hiklaust sleginn. Í upphafi var upphitun eins og vera ber áður en handboltadrottningarnar tóku hressilega undir með viðeigandi lagi ensku rokkhljómsveitarinnar Queen sem vafalaust á eftir að óma víða á Akureyri næstunni.
Eins og Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net net skrifar; heyrn er sögu ríkari!
Um er að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil KA/Þórs í meistaraflokki kvenna.