- Auglýsing -
Markvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson var valinn leikmaður 3. umferðar eftir að hafa verið með 50% markvörslu í marki FH gegn ÍBV í sex marka sigri, 36:30, í Kaplakrika í 3. umferð Olísdeildar karla. Athygli vakti að Jón Þórarin hóf ekki leikinn við ÍBV þrátt fyrir að hafa farið á kostum í umferðinni á undan gegn FH.
„Frammistaða hans er að hluta til ástæða þess að FH vann leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar um frammistöðu Jóns.
Hér fyrir neðan er samantekt úr Handboltahöllinni og umræður um frammistöðu Jón Þorsteins sem gekk til liðs við FH í sumar.