Haukur Þrastarson mætti til leiks af krafti í Meistaradeild Evrópu með nýjum samherjum, rúmensku meisturunum Dinamo Búkarest á fimmtudaginn. Hann lék við hvern sinn fingur í stórsigri liðsins, 37:28, á danska liðinu Fredericia HK í Búkarest í 1. umferð Meistaradeildarinnar. Haukur skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
Haukur er í úrvalsliði 1. umferðar Meistaradeildar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið saman og birt myndskeið með frábærum tilþrifum þeirra sem úrvalsliðið skipa. Þar á meðal er tvenn tilþrif Hauks þegar hann leikur varnarmenn Fredericia HK grátt.
Ljóst er að með enn meiri leikæfingu á Haukur eftir að verða Búkarestliðinu happafengur, svo ekki sé meira sagt.
Myndskeiðið er hér fyrir neðan.