- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Hreyfði aðeins varirnar en sagði ekkert – til skammar!

Hrvoje Horvat hefur misst annað starf sitt á skömmum tíma. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hrvoje Horvat, þjálfari króatíska karlalandsliðsins, situr undir harðri gagnrýni fyrir framkomu sína í viðtali við króatíska sjónvarpið eftir síðasta leik landsliðsins á HM í handknattleik karla.


Eftir að fyrsta spurningin í viðtalinu var borin upp hreyfði Horvat aðeins varirnar og annan handlegginn en sagði ekkert. Þykir framkoma hans vera til skammar eftir því sem fram kemur á vef TV2 í Danmörku þar sem sagt er að hann hafi sýnt viðmælanda sínum óvirðingu sem sé óviðunandi af hálfu landsliðsþjálfara. Horvat ber því við að hann hafi ekki heyrt spurninguna.

Sjá myndskeið hér fyrir neðan.

Á að skammast sín

Božidar Jović fyrrverandi landsliðsmaður Króata segist vera orðlaus yfir framkomu þjálfarans. Horvat eigi að skammast sín því að með framkomu sinni sýni hann ekki aðeins fréttamanninum óvirðingu heldur einnig króatísku þjóðinni.


Petar Metličić fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins segist setja spurningamerki við framtíð Horvats á stóli landsliðsþjálfara. „Þetta er til skammar,“ segir Metličić sem marga fjöruna hefur sopið á ferlinum.

Ekkert skafið utan af

Horvat þykir valtur í sessi bæði vegna fyrrgreindrar framkomu sinnar og sökum árangurs landsliðsins. Í fréttatilkynningu handknattleikssambands Króatíu var ekki dregin fjöður yfir óánægju með árangur landsliðsins á HM en það hafnaði í 9. sæti. Sagt er að árangurinn sé óviðundandi. Stefnt hafi verið á lágmarksárangur, það er sæti í átta liða úrslitum, og það hafi ekki tekist.

Cervar á síðasta orðið

Handknattleikssamband Króatíu á hinsvegar ekki lokaorðið þegar kemur að framtíð þjálfarans. Hún er í höndum Lino Cervar fyrrverandi landsliðsþjálfara sem virðist vera aðalmaður í landsliðsnefnd sem sér um segja upp og ráða landsliðsþjálfara Króatíu í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -