- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Íslendingar í aðalhlutverkum á roslegum endaspretti

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tveir úr Íslendingatríóin hjá Ribe-Esbjerg áttu stóran þátt í ævintýralegum endaspretti liðsins í kvöld þegar það skoraði sex mörk í röð á liðlega fjórum mínútum til þess að tryggja sér annað stigið á heimavelli í gegn Aalborg Håndbold í fyrstu umferð A-riðils átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla, 33:33.


Elvar Ásgeirsson skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins fyrir Ribe-Esbjerg við gríðarlegan fögnuð í íþróttahöllinni í Esbjerg, 33:33. Elvar skoraði annað mark á þessum rosalega lokakafla auk þess sem hann átti einnig tvær stoðsendingar sem skiliðu sér í mörkum.

Hér fyrir neðan er myndskeið af þessum gríðarlega endaspretti Ribe-Esbjerg-liðsins, þar á meðal er jöfnunarmark Elvars, 33:33.


Ágúst Elí Björgvinsson markvörður lék einnig veigamikið hlutverk. Hann varði þrjú skot á síðustu mínútunum fjórum. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekki mark í leiknum.

Aron með á nýjan leik

Aron Pálmarsson lék með Aalborg eftir fjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins en leikmenn liðsins hljóta að vera með böggum hildar eftir að hafa spilað sex marka forskoti út úr höndunum á síðustu fjórum mínútunum og 15 sekúndunum.

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Elvar skoraði alls fimm mörk í leiknum fyrir Ribe-Esbjerg í sex skotum. Hann átti fimm stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Ágúst Elí Björgvinsson varði alls átta skot, 23%.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í A-riðli. Aalborg byrjaði með tvö stig í forgjöf og hefur nú þrjú stig. Ribe-Esbjerg er með eitt en liðið hóf riðlakeppnina með tvær hendur tómar hvað varðar stig enda rétt slapp liðið inn í áttunda sæti deildarinnar og það síðasta sem gaf þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Jafntefli hjá Halldóri

Í keppni í neðri hluta deildarinnar gerðu Holstebro og Nordsjælland jafntefli, 29:29. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari Holstebro til loka leiktíðar þegar Arnór Atlason tekur við. Halldór Jóhann hefur verið ráðinn þjálfari Nordsjælland frá og með sumrinu. Nordsjælland skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -