- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ómar Ingi og Gísli voru allt í öllu í París

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Kristjánsson fóru nánast með himinskautum í kvöld þegar lið þeirra SC Magdeburg vann PSG, 37:33, í París í 10. umferð A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld. Þeir félagar voru einu sinni sem oftar allt í öllu hjá þýska meistaraliðinu. Ómar Ingi skoraði 12 mörk í 13 tilraunum og Gísli Þorgeir var næstur á eftir með níu mörk í 11 skotum. Þeir áttu tvær stoðsendingar hvor.


PSG, sem var og er í efsta sæti A-riðils, var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:15. Gísli og Ómar sprengdu upp vörn franska stórliðsins í síðari hálfleik sem varð til þess að Magdeburg sneri taflinu sér í vil og vann öruggan sigur þegar öll var á botninn hvolft.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur töfrabrögð snemma leiks í París í kvöld frá töframanninum frá Selfossi.

Danist Kristopans var markahæstur hjá PSG með sjö mörk. Kamil Syprzak var næstur með fimm mörk.


Magdeburg er áfram í þriðja sæti A-riðils og hefur 14 stig eftir leikina 10. PSG er efst með 16 stig. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru í öðru sæti með 15 stig og á leik inni á morgun gegn Dinamo í Búkarest .

Orri Freyr skoraði tvö mörk

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í þremur tilraunum og fékk talsverðan spiltíma og tækifæri í kvöld þegar Elverum tók á móti ungversku meisturunum, Pick Szeged, og mátti sætta sig við tveggja marka tap, 34:32. Ungverska meistaraliðið var með fimm marka forksot að loknum fyrri hálfleik, 19:14.


Elverum er neðst átta liða í B-riðli með tvö stig að loknum 10 leikjum. Szeged er í fimmta sæti af átta liðum riðilsins með átta stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -