Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum í gærkvöld þegar þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann Paris Saint-Germain (PSG) í 10. umferð Meistaradeildar Evrópu, 37:33, París. PSG var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.
M.a. skoraði Ómar Ingi 12 mörk í 13 skotum og Gísli Þorgeir níu mörk í 11 skotum auk þess sem þeir áttu stoðsendingar. Þeir voru bókstaflega allt í öllu.
Hér fyrir neðan er samantekt úr leiknum í París í gærkvöld.
Hér fyrir neðan er einnig að finna kafla úr leik Elverum og Pick Szeged sem fram fór í Elverum í gær. Orri Freyr Þorkelsson lék með Elverum leiknum og skoraði tvö mörk.
- Auglýsing -