- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ótrúlegt mark Óðins Þórs í Lissabon

Óðinn Þór Ríkharðsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen skoraði ótrúlegt mark fyrir lið sitt í sigurleik á portúgalska liðinu Benfica í gær í viðureign liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í Lissabon.


Óðinn Þór skoraði úr innkasti þar sem hann stóð í horninu þar sem endalína og hliðlínan mætast og náði að skora með hreint mögnuðu föstu snúningsskoti. Markvörður Benfica vissi hreinlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var markskot í þessari stöðu sennilega eitt það síðasta sem hann hann átti von á.


Með markinu jafnaði Óðinn Þór metin, 25:25, og lagði e.t.v. grunn að eins marks sigri Kadetten, 28:27, sem skilur Benfica eftir í fjórða sæti riðilsins. Óðinn Þór skoraði átta mörk í leiknum. Hann skorað 54 mörk í átta leikjum í keppninni og er í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn. Óðinn Þór tók ekki þátt í fyrsta leik Kadetten í Evrópudeildinni í haust vegna meiðsla.


Benfica vann Evrópudeildina á síðasta keppnistímabili. Kadetten er í þriðja sæti og er ekki hægt að útiloka að liðið verði andstæðingur Vals í 16-liða úrslitum þótt meiri líkur séu á að Valur mætir þýska liðinu Göppingen.


Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen.


Stöðuna í riðlum Evrópudeildarinnar eftir níu umferðir er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -