- Auglýsing -
Nicola Radovanovic nýr markvörður Þórs fór hamförum í marki liðsins gegn ÍR í 1. umferð Olísdeildar karla á síðasta föstudag. Hann varði 20 skot, 50% hlutfallsmarkvarsla, í 29:23, sigri Þórs. Radovanovic var tvímælalaust markvörður 1. umferðar í sínum fyrsta leik í Olísdeildinni.
Þórsarar sækja Íslandsmeistara Fram heim í Lambhagahöllina á laugardaginn. Fram vann FH í fyrstu umferð Olísdeildarinnar.
Hér fyrir neðan er nokkrar vörslur hjá Radovanovic í leiknum góða í Íþróttahöllinni á Akureyri.