- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Teitur Örn er ekki í amalegum félagsskap markaskorara

Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður og leikmaður þýska liðsins Flensburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Eitt átta marka Teits Arnar Einarssonar fyrir Flensburg gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í vikunni er í hópi þeirra fimm glæsilegustu sem skoruð voru í 13. umferð keppninnar sem fram fór í gærkvöld og í fyrrakvöld.


Teitur Örn sýnir á sér nýja hlið með þessu marki sem hann skoraði í jafnteflisleik við Porto á heimavelli. Hann kom á fullu gasi að vörn Porto, vatt sér á milli varnarmanna sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð og lagði boltann framhjá markverði portúgalska liðsins.


Selfyssingurinn er ekki í amalegum hópi handknattleiksmanna sem eiga hin mörkin fjögur sem sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Hinir eru Alex Dujshebaev, Fleix Claar, Eric Hohansson og Harald Reinkind. Þrír eru örvhentir af fimm.


Teitur Örn hefur þanið út netmöskvana í Þýskalandi og víðar eftir að hann gekk til liðs við Flensburg í október. M.a. var bylmingsskot hans í kappleik skömmu fyrir jól valið mark mánaðarins í þýska handknattleiknum. Einnig er Teitur Örn á meðal skotföstustu leikmanna þýsku 1. deildarinnar eins og sjá má á nýlegum lista hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -