- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Teitur Örn nýtti tækifærið vel í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson nýtti vel tækifærið sem hann fékk í kvöld með Flensburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið vann lærisveina Rúnars Sigtryggssonar í SC DHfK Leipzig með 10 marka mun á heimavelli, 34:24. Teitur Örn skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar í kærkomnum sigri Flensburg eftir tap fyrir botnliði Stuttgart um síðustu helgi.


Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Leipzig, tvö þeirra voru úr vítaköstum. Einnig gaf Viggó þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar.

Hér má sjá eitt marka Teits Arnar – sannkallaður þrumufleygur

Flensburg var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 16:14. Liðið réði síðan lögum og lofum í síðari hálfleik. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kevin Møller reyndist Leipzig-mönnum erfiður. Hann varði 15 skot, 41%.

Simon Pytlick var markahæstur hjá Flensburg með sjö mörk. Lukas Jørgensen var næstur með sex mörk. Viggó var markahæstur hjá Leipzig sem er í 12. sæti með 5 stig, aðeins einu stigi fyrir ofan liðin sem sitja í fallsætum. Flensburg er í fjórða sæti með 10 stig, sex stigum á eftir Füchse Berlin.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -