- Auglýsing -
„Þetta er sturlað mark,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson einn sérfræðinga Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar í sjónvarpi Símans, þegar hann lýsti bylmingsskoti Huldu Dagsdóttur leikmanns Fram er hún kom liðinu yfir, 9:8, gegn Haukum í Olísdeild kvenna.
„Eitt fallegast mark sem maður hefur séð lengi,“ sagði Vignir Stefánsson við og Hörður Magnússonar umsjónarmaður Handboltahallarinnar bætti við: „Þetta er gamlaskóladæmi.“
Hulda er fyrst og síðast varnarmaður hjá Fram hefur engu gleymt frá þeim tíma er hún tók meira þátt í sóknarleiknum, eins klippan hér að ofan lýsir vel.