- Auglýsing -
Þjóðverjar ætla tjalda öllu til þegar þeir verða gestgjafar Evrópumótsins í handknattleik karla í janúar árið 2024. Þeir lofa besta móti sem haldið hefur verið til þessa í glæsilegum fullum keppnishöllum með rífandi góðri stemningu.
Þegar Þjóðverjar kynntu áform sín um mótahaldið fyrir nærri þremur árum sögðu þeir að stefnt væri á að leika upphafsleik mótsins á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf, freista þess að fá 50 þúsund áhorfendur og setja áhorfendamet á leik á Evrópumóti í handknattleik.
Í dag birti þýska handknattleikssambandið tölvugert myndband að því hvernig leikvangurinn, Merkur Spiel-Arena mun líta út þegar búið verður að breyta honum í handknattleiksvöll fyrir 50 þúsund áhorfendur. Áhugasamir geta látið sér hlakka til.
- Auglýsing -