- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Viktor fór hamförum – Íslendingar léku á als oddi

Viktor Gísli Hallgrímsson er efnilegasti markvörður heims um þessar mundir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenskir landsliðsmenn í handknattleik voru hver öðrum betri í leikjum liða sinna í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar fimmtu umferð lauk. Viktor Gísli Hallgrímsson lokaði á köflum marki franska liðsins Nantes þegar liðið vann THW Kiel, 38:30, á heimavelli.


Viktor Gísli varði 15 skot, 35%, og hvarf danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin alveg í skuggann af Viktori Gísla sem einnig fór með himinskautum í deildarleik með Nantes á sunnudagskvöld eins og handbolti.is sagði frá á mánudaginn.


Hér er myndskeið af stórbrotnum tilþrifum Viktors Gísla í kvöld.


Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson sjö þegar Magdeburg vann sér inn eitt stig í heimsókn til Veszprém í Ungverjalandi, 35:35.

Ómar Ingi Magnússon að skora eitt átta marka sinn gegn Veszprém í kvöld. Mynd/EPA

Veszprém náði sínu fyrsta stigi í keppninni á leiktíðinni. Bjarki Már Elísson var afar spakur og skoraði aðeins eitt mark fyrir Veszprém.


Haukur Þrastarson þakkaði traustið í kvöld þegar hann fékk óvenju mikið að leika með Łomża Industria Kielce í sigurleik á Celje í heimsókn til Slóveníu, 33:30. Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk.


Staðan eftir fimm umferðir:

A-riðill:
Veszprém5500170 – 15710
PSG5401176 – 1518
Magdeburg5311155 – 1447
GOG5212159 – 1535
Wisla Plock5212144 – 1465
Dinamo Búk.5113157 – 1643
PPD Zagreb5113138 – 1553
Porto5005127 – 1560
B-riðill:
Barcelona5500190 – 14910
Nantes5401182 – 1548
Kielce5401171 – 1608
Aalborg5302171 – 1556
THW Kiel5203173 – 1714
Pick Szeged5104146 – 1682
Celje5104154 – 1782
Elverum5005134 – 1860
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -