- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Náði fjórum æfingum og fór á kostum

Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég náði fjórum verkjalausum æfingum fyrir leikinn,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins við handbolta.is í morgun en hann lék í gærkvöld sinn fyrsta leik í fimm eða sex vikur og fór á kostum.


Viktor Gísli stóð í marki Nantes í 50 mínútur í 11 marka sigri á Cesson Rennes á heimavelli, 35:24. Hann varði 13 skot.


Meiðsli héldu Viktori Gísla frá keppni í á annan mánuð eftir að hann fékk yfirspennu á annan olnbogann á æfingu. Hann kom til Íslands meðan landsliðið var við æfingar fyrir hálfum mánuði og leitaði m.a. ráða hjá Örnólfi Valdimarssyni bæklunarlæknir sem er annar lækna karlalandsliðsins.


„Örnólfur hjálpaði mikið og við fundum góða lausn í samráði við læknateymið í Frakklandi. Ég æfi og leik með teipaðan olnbogann og hlíf sem kemur í veg fyrir yfirspennu,“ sagði Viktor Gísli ennfremur við handbolta.is.


Nantes hefur byrjað leiktíðina í Frakklandi mjög vel. Liðið er efst í frönsku 1. deildinni með 12 stig eftir sex leiki auk þess sem það vann PSG í Meistarakeppninni í upphafi keppnistímabilsins. Viktor Gísli og félagar í Nantes fá THW Kiel í heimsókn í 5. umferð Meistaradeildinni á fimmtudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -