- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Næst verðum við að stíga yfir þröskuldinn

Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, sækir að Tinnu Valgerði Gísladóttur, Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Hér eru á ferðinni tvö jöfn lið eins og úrslit leikja okkar við Gróttu hafa sýnt á keppnistímabilinu. Næsta verkefni okkar er stíga yfir þröskuldinn og vinna Gróttu á útivelli. Fram til þessa höfum við unnið heimaleiki okkar við Gróttu en tapað naumlega á útivelli,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari kvennaliðs ÍR, við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hans hafði unnið Gróttu í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum umspilsins fyrir Olísdeild kvenna, 23:22, í Austurbergi.

ÍR knúði þar með fram oddaleik í rimmunni sem fram fer á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöld. Grótta vann fyrsta leikinn í þessu einvígi, 16:15.


„Við vorum yfir allan leikinn í kvöld. Gróttu tókst aldrei að komast yfir. Leikurinn var eins og við reiknuðum með, stál í stál, og spennustigið nokkuð hátt hjá báðum liðum, sem er eðlilegt,“ sagði Finnborgi Grétar.


„Það frábært að taka þátt í þessum leikjum. Veturinn hefur verið eins og hann hefur verið og þess vegna mjög gott að geta framlengt tímabilið með meiri handbolta og skemmtilegum og jöfnum leikjum. Þetta er bæði gott fyrir félagið og liðið. Vonandi tekst okkur að halda þessu áfram og verða liðið sem mætir HK í umspilinu.


Leikurinn á þriðjudaginn mun ráðast af dagsforminu og spennustiginu. Það er alveg ljóst því geta liðanna er mjög jöfn,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari ÍR, í samtali við handbolta.is í Austurbergi í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -