- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nágy var frábær – stórleikur Andra dugði Fram ekki

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig eftir óvænt tap fyrir Þór Akureyri á síðasta sunnudag. Þeir lögðu Framara í kvöld 26:24 í Origohöllinni í kvöld í upphafsleik 17. umferðar Olísdeildar karla. Framarar töpuðu þriðja leiknum í röð og verða snúa vörn í sókn í næstu leikjum til þess að vera ekki utan við átta liða hópinn sem tekur þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Ungverjinn Martin Nágy sem gagnrýndur hefur verið á leiktíðinni sýndi og sannaði að hann kann sitt hvað fyrir sér. Segja má að frammistaða hans hafi skilið liðin að.


Valur mjakaði sér upp að hlið ÍBV og Aftureldingar með sigrinum. Valsmenn hafa nú 19 stig en hafa leikið einum leik fleiri en hin liðin tvö. Framarar sitja í níunda sæti, stigi á eftir KA.

Staðan í Olísdeild karla.

Fram var marki yfir í hálfleik, 15:14, eftir jafnan fyrri hálfleik í Origohöllinni. Áfram mátti vart á milli liðanna sjá á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Góður sprettur Róberts Arons Hostert í sókninni og Martin Nágý í markinu færði Valsmönnum þriggja marka forskot, 22:19, eftir um tíu mínútna leik. Þetta forskot tókst Fram-liðinu aldrei að brúa þótt færi gæfust til þess. Tækifærin voru illa nýtt. Annað hvort varði Nágy eða þá að leikmenn Fram köstuðu yfir eða framhjá markinu. Þar á ofan brást Matthíasi Daðasyni í tvígang bogalistin í vítaköstum, einu í hvorum hálfleik.


Nágy lék stærstan hluta síðari hálfleiks í marki Vals og var frammistaða hans frábær. Agnar Smári Jónsson lék einnig við hvern sinn fingur sem er ekki síður gleðiefni fyrir Valsmenn sem verða að fá þann öfluga pilt í gang til að komast á skrið.


Allt fram á síðustu mínútu voru möguleikar fyrir hendi af hálfu Fram til að jafna metin og hirða annað stigið en það var eins og leikmönum liðsins væri ekki ætlað að ná í það minnsta öðru stiginu.


Ekki verður skilið við þennan leik án þess að minnast á stórleik Framarans unga, Andra Más Rúnarssonar. Hann fór á kostum, skoraði 11 mörk í 17 skotum og var allt í öllu. Ekki aðeins var hann góður í sókninni heldur einnig í vörn. Það var því e.t.v. kaldhæðni örlaganna að hann skaut framhjá marki Vals þegar síðasti möguleiki Framarar til að eiga einhvern möguleika á öðru stigin gekk liðinu úr greipum. En víst er að áhorfendur vilja sjá Andra Má oftar í þeim ham sem hann var í að þessu sinni.


Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 9, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 4, Róbert Aron Hostert 4, Finnur Ingi Stefánsson 3, Anton Rúnarsson 371, Stiven Tobar Valencia 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1/1.
Varin skot: Martin Nágy 11/2, 52,4% – Einar Baldvin Baldvinsson 4 – 22,2%.
Mörk Fram: Andri Már Rúnarsson 11, Matthías Daðason 3/2, Breki Dagsson 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Stefán Darri Þórsson 2, Arnar Snær Magnússon 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10, 27,8% – Valtýr Már Hákonarson 2.


Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -