Skanderborg AGF, liðið sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með í dönsku úrvalsdeildinni tapaði í kvöld fyrir GOG, 36:34, á heimavelli í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar. GOG var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:17.
Hinn nýbakaði faðir, Donni, skoraði þrjú mörk í kvöld og átti eina stoðsendingu. Morten Hempel Jensen var markahæstur með níu mörk, átta þeirra úr vítaköstum. Emil Lærke skoraði einnig átta mörk.
Norðmaðurinn Tobias Grøndal var markahæstur hjá GOG með sjö mörk. Grøndal kom til félagsins í sumar eftir að hafa gert það gott með Elverum í heimalandi sínu.
GOG hefur unnið þrjár fyrstu viðureignir sínar og virðist vera að ná vopnum sínum á nýjan leik eftir talsverða blóðtöku fyrir leiktíðina í fyrra, sem m.a. kom róti á þjálfaramál liðsins.
Stöðuna í mörgum deildum í Evrópu er að finna hér.