- Auglýsing -

Naumur sigur og FH áfram efst

Fanney Þóra Þórsdóttir var markahæst hjá FH í dag. Mynd/J.L.Long

FH-ingar halda efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik eftir nauman sigur á Gróttu, 19:18, í hörkuleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. FH er 12 stig að loknum átta leikjum og er stigi á undan ÍR sem á leik til góða. Ungmennalið Fram er með 10 stig og á einnig leik inni á FH-inga.


Leikurinn í Hertzhöllinni var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda og sjaldan var meiri munur en eitt mark, til að mynda eftir fyrri hálfleik. Þá var FH yfir, 11:10.

Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Nína Líf Gísladóttir 2, Dagný Ragnarsdóttir 2.


Mörk FH: Emma Havin Sardarsdóttir 4, Hulda Alexandersdóttir 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Arndís Sara Þórsdóttir 1, Emilía Ósk Steinarsdóttir 1, Ivana Meinecke 1.

Í frásögn á Facebook síðu FH kemur fram að Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markvörður hafi varið 17 skot.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -