- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neistin heldur sínu striki

Mynd/Neistin
- Auglýsing -

Neistin, undir stjórn Arnars Gunnarssonar, vann Team Klaksvik, 36:33, í hörkuleik í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær en leikið var í Höllinni á Hálsi, heimavelli Neistans í Þórshöfn. Neistin var marki yfir í hálfleik, 16:15. Neistin er áfram í þriðja sæti en nánar er farið yfir stöðuna í deildinni neðst í þessari grein.
Finnur Hanson var að vanda í leikmannhópi Neistans en skoraði ekki í dag, eftir því sem næst er vitað.


Hörður Fannar Sigþórsson náði ekki að skora en var allt í öllu í varnarleik KÍF þegar VÍF frá Vestmanna kom í heimsókn í Kollafjörð. VÍF vann leikinn örugglega, 31:24, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.
H71 heldur sínu striki í efsta sæti. Leikmenn Kyndils voru ekki þrándur í götu leikmanna H71 í Höllinni á Hálsi í dag, lokatölur, 24:20.
Staðan:
H71 21(13), VÍF 19(12), Neistin 18(13), KÍF 13(13), Team Klaksvík 9(13), StÍF 6(13), Kyndill 4(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -