- Auglýsing -

Neistin staðfestir leigu á Dánjal til Fram

- Auglýsing -


Færeyska úrvalsdeildarliðið Neistin hefur staðfest að Dánjal Ragnarsson leiki með Íslands- og bikarmeisturum Fram á komandi leiktíð. Í tilkynningu félagsins í morgun kemur fram að Dánjal hafi verð leigður til eins árs til Fram. Dánjal gekk til liðs við Neistan í sumar frá VÍF í Vestmanna.


Dánjal þekkir vel til íslenskum handknattleik. Hann lék með ÍBV frá 2021 og til ársloka 2023 og varð m.a. Íslandsmeistari með liði Eyjamanna vorið 2023.

Til þess að fylla skarð Dánjals hefur Neistin samið við þrautreyndan handknattleiksmann, Nikolai Bliznov. Hann hefur víða verið, m.a. hjá færeysku liðunum KÍF í Kollafirði og Team Klaksvík í samtals við fimm keppnistímabil og skoraði yfir 400 mörk.

Dánjal er sagður mættur í Lambhagahöllina

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -