- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neyðast til að leika alla heimaleiki á útivelli

Leikmenn Vipers ætla í úrslit Meistaradeildar í fyrsta skipti. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hertar reglur um komu fólks til Noregs, sem settar voru á dögunum, koma væntanlega með öllu í veg fyrir að norsku meistaraliðin Elverum og Vipers Kristiansand leiki fleiri heimaleiki í Meistaradeild karla og kvenna á næstu vikum. Flest bendir til að liðin leiki alla þá leiki sem þau eiga eftir í keppninni á útivelli.


Elverum á reyndar ekki ólokið nema fjórum leikjum í Meistaradeild. Hinsvegar stendur liðið svo höllum fæti í riðlinum að því veitir ekki af fleiri stigum. Þau er helst fyrir liðið að fá á heimavelli þar sem Elverum hefur gengið skárr en á útivöllum.
“Ef víst er að við getum ekki tekið á móti liðum þá verðum við tilneyddir til að leika okkar leiki á útivelli. Ekki er kostur að draga liðið úr keppni,” er haft eftir Björnar Myren, íþróttastjóra Elverum í TV2 í Noregi.

Forráðmenn Vipers hafa á hinn bóginn gefið upp alla von um heimaleiki á næstu vikum. Vipers á enn eftir að leika átta leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar vegna þess að leikjum liðsins var frestað á síðasta ári. Óvíst er að það takist að leika þá alla, en til stendur að leggja land undir fót og freista þess að leika alltént fimm eða sex leiki á næstu dögum.
Vipers er sem stendur í fimmta sæti í sínum riðli og mun gera allt til þess að hanga á því sæti hið minnsta til að komast á næsta stig Meistaradeildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -