- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neyðast til að leika heimaleik í öðru bæjarfélagi

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þórsarar á Akureyri eru tilneyddir til að leika næsta heimaleik sinn í Grill66-deild á laugardaginn á Dalvík. Íþróttahöllin á Akureyri er upptekin vegna árshátíðar um næstu helgi og því eiga Þórsarar ekki í önnur hús að venda með heimaleik sinn við ungmennalið Fram. Frá þessu greinir á Facebook-síðu Þórs handbolta þar sem undirstrikað er að skortur er á aðstöðu til innanhússíþrótta í höfuðstað Norðurlands. Þar er um að ræða gamla sögu og nýja sem virðist hvergi sjá fyrir endan á.


Eins og nærri má geta þá fylgir mikil fyrirhöfn að flytja heimaleik Þórsara frá Akureyri til Dalvíkur en fleira fylgir einum leik en tvö keppnislið, þjálfarar, dómarar og bolti. Þórsarar eru Dalvíkurbyggð þakklátir fyrir að taka vel á móti öllu því sem leiknum fylgir og hliðra til svo að hægt er að koma honum á dagskrá. Þórsarar þekkja vel til á Dalvík eftir að hafa staðið fyrir handknattleiksæfingum í bænum síðustu vikur.

Út um kvippinn og kvappinn

Ekki er nóg með að flytja verði leik meistaraflokks Þórs á milli sveitarfélaga um næstu helgi. Einnig stendur fyrir dyrum mót í 6. flokki í handknattleik á Akureyri um næstu helgi. Það fer fram á þremur stöðum m.a. vegna þess að Höllin er upptekin.

Salur Síðuskóla ónothæfur

Til að bæta gráu ofan á svart í aðstöðuskortinum þá er íþróttahúsið í Síðuskóla lokað. Ástæðan mun vera sú að afar óhönduglega tókst til með endurnýjun á gólfi íþróttasalarins í sumar og mun vera nauðsynlegt að fara í talsverðar framkvæmdir til að gera gólfið hæft til íþróttaiðkunar.


„Það þarf varla að útskýra það fyrir einum né neinum hve mikla vinnu aukalega leggst á alla sem að yngri flokkunum koma. Það þarf að koma fyrir fjölda barna annarsstaðar. Þá er spurt annarsstaðar hvar?“ spyr formaður handknattleiksdeildar Þórs í fyrrgreindum pistli.


Einnig koma margir þeir sömu að vinnu við 6. flokksmótið og taka beint og óbeint þátt í leiknum á Dalvík.


Pistill formanns á Facebooksíðu Þórs:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -