- Auglýsing -
- Auglýsing -

Niðurstaða liggur fyrir í fjórum riðlum á EM

Milos Vujovic og Vasilje Kaludjerovic leikmenn landsliðs Svartfjallalands fagna fremur óvæntu sæti í milliriðli. Mynd/EPA

Keppni lauk í gærkvöld í fjórum riðlum af sex á Evrópumóti karla í handknattleik í Ungverjalandi og Slóvakíu. Danir og Svartfellingar fóru áfram í millriðla úr A-riðli og Ólympíumeistarar Frakka og Króatar, silfurlið EM fyrir tveimur árum, tryggðu sér örugglega sæti í millriðli eitt en lið þjóðanna hrepptu efstu tvö sætin í C-riðli. Komist íslenska landsliðið áfram eftir leikina í B-riðli í kvöld tekur liðið sæti með Dönum, Svartfellingum Frökkum og Króötum.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 17.


Spánverjar og Svíar höfnuðu í tveimur efstu sætum E-riðils en Tékkar sitja eftir með sárt ennið með sama stiga fjölda og sænska liðið.


Rússar og Norðmenn enduðu í tveimur efstu sætum í F-riðli. Slóvakar eru úr leik á mótinu. Heimavöllurinn nægði þeim ekki til að komast áfram í millriðil. Keppni í D-riðli lýkur í kvöld en þegar er ljóst að Þýskaland og Pólland verða í tveimur efstu sætunum. Aðeins á eftir að skýrast hvort liðið hreppir efsta sætið og fer með tvö stig áfram í milliriðil. Þjóðverjar og Pólverjar mætast í kvöld.

Í milliriðli eitt verða:
Danir – 2 stig.
Frakkland – 2 stig.
Efsta lið B-riðil 2 stig (riðill Íslands).
Króatía – 0 stig.
Svartfjallaland 0 stig.
Annað sæti í B-riðli 0 stig (riðill Íslands).

Leikið í Búdapest 20., 22., 24. og 26. janúar.


Í milliriðli tvö verða:
Spánn – 2 stig.
Rússland – 2 stig.
Efsta lið D-riðils – 2 stig (Þýskaland/Pólland).
Noregur – 0 stig.
Svíþjóð – 0 stig.
Annað sæti í D-riðli – 0 stig (Þýskaland/Pólland).


Leikið í Bratislava 20., 21., 23., 25. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -