- Auglýsing -

Nielsen fer til Veszprém – hluverk Viktors Gísla mun stækka

- Auglýsing -


Ungverska meistaraliðið One Veszprém staðfesti í morgun að danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen gangi til liðs við félagið að ári liðnu. Veszprém ætlar að gera við hann þriggja ára samning.

Nielsen verður ekki eini Daninn sem kemur til liðs við One Veszprém en Lukas Jørgensen leikmaður Flensburg hefur einnig í hyggju að leika með liði félagsins frá 2026 til 2029.
Jørgensen kom til Flensburg sumarið 2023 frá GOG í heimalandi sínu.


Lengi hefur verið orðrómur uppi um að danski markvörðurinn, sem talinn er einn sá besti í evrópskum handknattleik um þessar mundir, fari til Ungverjalands sumarið 2026.

Ljóst er að brottför Nielsen frá Barcelona að ári liðinu verður til þess að stækka hlutverk Viktors Gísla Hallgrímssonar landsliðsmarkvarðar hjá félaginu. Viktor Gísli gekk til liðs við Barcelona í sumar og verður samherji Nielsen næsta árið.

Síðustu vikur hefur verið gefið í skyn að spænski markvörðurinn Sergey Hernandez gangi til liðs við Barcelona sumarið 2026 en hann ver mark Evrópumeistara SC Magdeburg um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -