- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu af 16 leika utan Ísraels – Ísland hefur unnið 11 leiki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari fer yfir málin með sínum mönnum í leik við Ísrael í Tel Aviv 27. apríl 2021. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Níu af 16 leikmönnum ísraelska landsliðsins sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins á Ásvöllum annað kvöld leika með félagsliðum utan heimalandsins. Flautað verður til leiks klukkan 19.45.

Sjö eru leikmenn ísraelska félagsliða, þar af eru tveir þeirra liðsmenn H.C. Holon sem mætti ÍBV í Vestmannaeyjum í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar fyrir liðlega mánuði.


Fimm leika í Frakklandi, þar af fjórir í liðum í næst efstu deild.


Af fjórum leikmönnum í Þýskalandi eru tveir með liðum í 1. deild og einn leikur í 2. deild og sá fimmti í 3. deild. Í hópnum eru tveir nýliðar.

Leikurinn annað kvöld verður sá fyrsti hjá ísraelska landsliðinu undir stjórn hins þrautreynda þjálfara, Dragan Djukic.

Markverðir:Félag:L – M:
Dan TepperSaran45 – 3
Yahav ShmirGWD Minden13 – 1
Aðrir leikmenn:
Amit Yehiel StelmanHapoel Ashdod71 – 146
Yonatan DayanASV Hamm19 – 44
Yoav LumbrosoLimoges22 – 74
Lior GurmanHapoel Rishon Lezion18 – 5
Daniel MosindiSaran25 – 51
Tomers BodenheimerHapoel Rishon Lezion21 – 20
Itay SuissaHapoel Ashdod0 – 0
Adir CohenTremblay35 – 87
Lidor PesoH.C. Holon0 – 0
Nadav CohenLübeck-Schwartau10 – 21
Yuval KatzAsa Tel Aviv16 – 31
Snir NatziaNancy21 – 21
Or Refal MamanH.C. Holon3 – 0
Alon Oberman EtzionVfl Potsdam5 – 7

Landslið Íslands og Ísraels hafa mæst fjórtán sinnum, síðasta 2. maí 2021 í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum. Ísland vann öruggan sigur, 39:29.


Af leikjunum fjórtán hefur Ísland unnið 11 sinnum, einu sinni hafa Ísraelsmenn haft betur og tvisvar hefur orðið jafntefli.

ÍslandÍsrael21 – 2123.2.1979
ÍslandÍsrael19 – 2528.2.1981
ÍslandÍsrael22 – 223.3.1983
ÍslandÍsrael28 – 222.12.1984
ÍslandÍsrael24 – 171.2.1985
ÍslandÍsrael27 – 165.11.1986
ÍslandÍsrael20 – 1520.11.1987
ÍslandÍsrael29 – 223.12.1987
ÍslandÍsrael20 – 1527.3.1992
ÍslandÍsrael29 – 267.3.1998
ÍslandÍsrael36 – 1929.10.2014
ÍslandÍsrael34 – 2410.6.2015
ÍslandÍsrael30 – 2027.4.2021
ÍslandÍsrael39 – 292.5.2021

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -