- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu marka sigur Fredericia sem færðist upp í 3. sæti

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Fredericia HK færðist upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag með öruggum sigri á GOG, 28:20, á heimavelli í næst síðustu umferð deildarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK í leiknum en Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liðinu að vanda. Einari Þorsteini var einnig vikið einu sinni af leikvelli.
GOG var og er í öðru sæti deildarinnar.


Fredericia HK tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi og var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11.

Arnór hafði betur í Íslendingaslag

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, vann Ribe-Esbjerg með þriggja marka mun, 30:27, í Esbjerg og situr í sjöunda sæti. TTH Holstebro er öruggt um sæti átta liða úrslitum.
Ribe-Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum og tekur þátt í umspili í neðri hlutanum.

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg og gaf fimm stoðsendingar.

Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot, þar af tvö vítaköst, 45%, þann tíma sem hann stóð vaktina í marki Ribe-Esbjerg.
Grindsted og Kolding skildu jöfn, 29:29. Hið fornfræga lið Kolding er þar með áfram neðst, einu stigi á eftir Grindsted.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -