- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sirkusmark í Höllinni á Hálsi – myndskeið

Mynd/Neistin
- Auglýsing -

Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum unnu Kyndil með 11 marka mun í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 29:18. Leikið var í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn, heimavelli beggja liða. Heimamenn voru með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:10.

Segja má að sigur Neistans hafi aldrei verið í hættu að þess sinni. Liðið er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, nú með 16 stig að loknum 12 leikjum.
H71 er á toppnum með 19 stig eftir 12 leiki og VÍF frá Vestmanna er í öðru sæti með 17 stig en hefur lagt að baki 11 leiki. Hörður Fannar Sigþórsson og félagar í KÍF frá Kollafirði sitja í fjórða sæti með 13 stig en hafa lokið 12 leikjum. Þessi fjögur lið skera sig nokkuð úr í færeysku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Önnur úrslit í dag eru að VÍF vann H71, 29:23, í Vestmanna og Team Klaksvik varnn StÍF, 29:27.

Hafnfirðingurinnn Finnur Hansson var í leikmannahópi Neistans en hann er aðstoðarþjálfari liðsins.

Hér fyrir neðan er glæsilegasta mark leiksins sem leikmenn Neistans skoruðu. Sirkusmark eins þau gerist best.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -