Engan bilbug er að finna á forseta serbneska handknattleikssambandsins, Milena Delic, þótt sex leikmenn landsliðsins auk landsliðsþjálfarans, markvarðarþjálfarans og sjúkraþjálfara séu í einangrun vegna covid smita. „Svo lengi sem við verðum með að minnsta kosti sextán leikmenn ósmitaða þá tókum við þátt í EM,“ segir Delic ákveðin í samtali við Mozzart sport.
„Ef í harðbakkann slær þá förum við yfir 35 manna listann og hóum í þá sem geta komið í staðinn,“ sagði Delic ennfremur en hún bindur ákveðnar vonir við að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stytti þann tíma sem líður frá því að smit greinist hjá leikmanni og þar til hann verður gjaldgengur í leikjum á EM. Núverandi reglur kveða á um 14 dagar verði að liða frá smiti þar til leikmaður má taka þátt í leik á EM.
Níu menningarnir sem eru í einangrun hafa allir væg einkenni að sögn Delic.
„Við vonum að fleiri bætist ekki hóp smitaðra,“ segir Delic ennfremur en hún varð fyrst kvenna kjörin forseti serbneska handknattleikssambandsins fyrir rétt rúmu ári. Delic er fyrrverandi landsliðskona í handknattleik.