- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níundi sigur Györ – Esbjerg stendur vel að vígi

Stine Bredal Oftedal og samherjar í Györ eru eina taplausa lið Meistaradeildar eftir níu umferðir. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistatadeild kvenna í handknattleik hófst í gær að nýju eftir að hlé sem var gert vegna heimsmeistaramótsins sem var haldið í desember. Györ og Esbjerg tryggðu stöðu sína á toppi riðlanna með sigrum á Sävehof og Lubin. Í hinum tveimur leikjum dagsins áttust við Krim og Rapid Búkarest annars vegar þar sem að heimaliðið vann með eins marks mun og Brest og DVSC Schaeffler hins vegar. Franska liðið Brest vann nokkuð þægilegan sigur.

  • Györ er með sigri sínum á Sävehof, 39 – 20, eina liðið af þeim 16 sem er enn ósigrað í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Liðið hefur sigrað í níu leikjum í röð.
  • Esbjerg steig stórt skref í átt að 8-liða úrslitum með 32 – 26 sigri á Lubin í dag. Esbjerg hefur unnið sjö síðustu leiki sína.
  • Bæði Sävehof og Lubin mistókst að ná í sín fyrstu stig í riðlakeppninni og sitja nú á botni riðlanna.
  • Kristine Breistøl skoraði 2.500. mark Esbjerg í Meistaradeild kvenna á þrettándu mínútu leiksins gegn Lubin.
  • Brest vann tíu marka sigur á DVSC Schaeffler, 38 – 28. Þetta var fertugasti sigurleikur franska liðsins í Meistaradeildinni.
  • Jovanka Radicevic tryggði Krim eins marks sigur, 25 – 24, á Rapid Bukaresti með marki á síðustu sekúndu leiksins.

A-riðill:

Györ 39 – 20 Sävehof (19 7).

Györ hóf nýtt ár með sínum níunda sigri í röð en þetta er í þriðja skipti í sögunni sem liðið nær viðlíkri sigurgöngu í Meistaradeildinni. Að venju var það góður varnarleikur ungverska liðsins sem skóp sigur þess auk þess að Silje Solberg-Oesthassel átti stórleik í fyrri hálfleik. Hún varði 13 skot og var með 65% markvörslu. Allir útileikmenn ungverska liðsins skoruðu mark. Johanna Bundsen markvörður Sävehof og sænska landsliðsins átti ekki góðan leik. Hún náði ekki að verja eitt einasta skot í leiknum.

Gleðilegt var að sjá að norska landsliðskonan Veronica Kristiansen er komin á fulla ferð á nýjan leik eftir barnsburð. Kristiansen lék ekki með norska landsliðinu HM.

Markaskorarar Györ: Veronica Kristiansen 6, Kari Brattset Dale 5, Viktoria Gyori-Lukás 4, Linn Blohm 3, Nadine Szollosi-Schatzl 3, Ana Gros 3, Stine Bredal Oftedal 3, Estelle Nze Minko 3, Line Haugsted 2, Eun Hee Ryu 2, Julia Farkas 2, Bruna Almeida de Paula 1, Emilie Hovden 1, Yvette Broch 1.
Varin skot: Silje Solberg 13, Rinka Duijndam 8.
Markaskorarar Sävehof: Elin Karlsson 4, Ida Sembe 3, Nina Koppang 3, Olivia Mellegard 3, Emma Mihailovic 3, Stina Wiksfors 2, Laura Jensen 1, Thea Kylberg 1.
Varin skot: Annie Linder 3.

Brest 38 – 28 DVSC Schaeffler (19 – 14).
Brest tókst loksins að vinna á heimavelli á þessari leiktíð í Meistaradeild kvenna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en franska liðið náði yfirtökunum um miðjan fyrri hálfleik og var með fimm marka forystu í hálfleik. Alexandrina Cabral Barbosa, Valeriia Maslova og Paulina Coatanea voru allt í öllu í sóknarleik franska liðsins. Þær skoruðu 22 af 38 mörkum liðsins og átti ungverska liðið engin svör við frábærum leik þeirra.

Markaskorarar Brest: Alexandrina Cabral Barbosa 9, Valeriia Maslova 7, Paulina Coateanea 6, Pauletta Foppa 4, Alicia Toublanc 3, Aissatou Kouyate 3, Audrey Dembele 3, Juliette Faure 1, Hawa N’diaye 1, Eva Jarrige 1.
Varin skot: Katharina Filter 7, Julie Foggea 4.
Markaskorarar DVSC: Jovana Jovovic 4, Alexandra Töpfner 4, Petra Vamos 4, Gréta Kacsor 4, Míra Vamos 3, Szimonetta Planeta 3, Marie Johansson 2, Konszuela Hamori 1, Vivien Grosch 1, Tamara Haggerty 1, Mirtill Petrus 1.
Varin skot: Gabrijela Bartulovic 8, Catherine Gabriel 3.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Esbjerg 32 – 26 Lubin (19 – 11).
Með þessum sigri tryggði danska liðið stöðu sína á toppi B-riðilsins en þetta var áttundi sigur danska liðsins í röð í Meistaradeild kvenna og nítjándi sigurleikurinn í röð í öllum mótum tímabilsins. Ekki hefur gengið eins vel hjá pólska liðinu á þessari leiktíð. Liðið hefur tapað öllum níu leikjum sínum í Meistaradeildinni. Leikmenn geta þó tekið jákvæða hluti útúr seinni hálfleiknum þar sem þær töpuðu honum aðeins með tveimur mörkum, 15 – 13. Kristine Breistøl vinstri skytta danska liðsins skoraði fjögur mörk í þessum leik og er þar með orðin markahæst í Meistaradeildinni með 58 mörk.

Markaskorarar Esbjerg: Henny Reistad 6, Live Rushfeldt 5, Kristine Breistøl 4, Julie Jacobsen 4, Michala Møller 3, Sanna Solberg 3, Kaja Nielsen 2, Caroline Gade 2, Luciana Resende 1, Marit Jacobsen 1, Anne Petersen 1.
Varin skot: Amalie Milling 8, Anna Kristensen 7.
Markaskorarar Lubin: Daria Michalak 7, Jovana Milojevic 5, Daria Przywara 4, Karolina Kochaniak 3, Patricia Machado 3, Joanna Drabik 2, Simona Szarkova 1, Karin Bujnohova 1,
Varin skot: Monika Maliczkiewicz 6, Barbara Zima 5.

Krim Ljubljana 25 – 24 Rapid Bukaresti (11 – 12).
Liðin voru jöfn að stigum með sjö hvort fyrir leikinn og viðureignin bar þess ljóslega merki og var sú jafnasta í gær. Rapid byrjaði leikinn af ögn meiri krafti en það myndaðist fljótt jafnvægi. Bæði lið áttu möguleika á því að stela sigrinum. Þegar tvær mínútur voru eftir leit út fyrir að rúmenska liðið myndi vinna þegar það var með eins marks forystu, 24 – 23. Heimakonur skoruðu tvö síðustu mörk leiksins, m.a. sigurmarkið á lokasekúndunum.

Markaskorarar Krim: Itana Grbic 6, Jovanka Radicevic 5, Tamara Mavsar 5, Daria Dmitrieva 3, Tatjana Brnovic 3, Barbara Lazovic 2, Tjasa Stanko 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 4, Maja Vojnovic 4.
Markaskorarar Rapid: Dorina Korsos 8, Andjela Janjusevic 5, Orlane Kanor 4, Albertina Da Cruz Kassoma 2, Mathilde Mogensen 2, Marta Lopez 1, Laura Kanor 1, Ainhoa Hernandez 1.
Varin skot: Denisa Sandru 7, Diana Ciuca 4.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -