- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nóg pláss en almennur áhugi er enn takmarkaður

Stuðningsmenn Vals láta sig væntanlega ekki vanta í Origohöllina í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við ættum að geta verið með fjögur hólf og hvert þeirra getur tekið 300 manns í sæti. En það hefur ekki verið framboð af miðum sem hefur hindrað fólk í að koma á völlinn,“ segir Theódór Hjalti Valsson hjá Val spurður hvort breytingar á sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti hafi mikla þýðingu fyrir félagið sem á eftir að hýsa einn kappleik í handknattleik það sem eftir er tímabilsins.


Framundan eru úrslitaleikir Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitili í handknattleik karla. Sá fyrri fer fram í Origohöll Valsara í kvöld en sá síðari í Schenkerhöll Hauka á föstudagskvöld. Bæði keppnishúsin eru með þeim rúmbetri sem leikið er í og rúma alla jafna vel á annað þúsund áhorfendur og jafnvel vel það.

Almennar fjöldatakmarkanir eru nú 300 manns í stað 150 á sitjandi viðburðum er þar sem m.a. átti við íþróttaviðburði. Engin krafa er lengur gerð um nándarmörk en áfram er grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi.

Áhuginn vex jafn og þétt

Theódór segir að framboð af miðum hafi ekki aðallega hindrað fólk að mæta íþróttakappleiki síðustu vikur. Aðalástæðan sé fremur sú að flestir fari varlega og forðist enn fjöldasamkomur. „Enn sem komið er ekki komin almenn stemming fyrir að fara á völlinn þó hún sér að aukast jafn og þétt aftur,“ segir Theódór Hjalti.

Nóg pláss fyrir alla


Herbert Ingi Sigfússon, viðburða- og mótastjóri hjá Haukum, segir að þar á bæ stigi menn varlega til jarðar eins og vani hafi verið síðan faraldur braust út. Spurður um hvers megi vænta á síðari viðureign Hauka og Vals á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistaratitilinn fer á loft sagði Herbert að tvö 300 manna hólf verði í Schenkerhöllinni.


„Við áætlum að taka á móti 600 fullorðnum að viðbættum krökkum 15 ára og yngri sem er stór hluti áhorfenda. Það mun því vera nægt pláss fyrir alla,“ segir Herbert Ingi Sigfússon hjá Haukum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -