- Auglýsing -
Nokkur félagaskipti hafa verið staðfest hjá HSÍ undanfarna daga. Þessi eru þau helstu:
- Daníel Stefán Reynisson hefur verið lánaður frá Fram til ÍR út keppnistímabilið.
- Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hefur fengið félagaskipti til Fjölnis frá HK og lék hún sinn fyrsta leik fyrir Fjölni á síðasta sunnudag.
- Guðrún Maryam Rayadh sem leikið hefur með Olísdeildarliði ÍR hefur verið lánuð til HK úr keppnistímabilið.
- Sara Xiao Reykdal, markvörður, stendur á milli stanganna hjá FH út keppnistímabilið. Sara hefur verið annar markvörður Gróttu um nokkurt skeið.
- Freyja Sveinbjörnsdóttir hefur verið lánuð frá Víkingi til Berserkja.
- Áður hefur verið sagt frá félagaskiptum Tinnu Valgerðar Gísladóttur til KA/Þórs frá Gróttu og komu markvarðarins Andreu Gunnlaugsdóttur til Gróttu frá Fram.
- Örn Vésteinsson Östenberg hefur gengið til liðs við félag í Frakklandi. Örn var síðast með VfL Lübeck-Schwartau en lét staðar numið þar í vor.
- Auglýsing -