- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn á réttri leið en lærisveinar Alfreðs þurfa sigur

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norðmenn stigu mikilvægt skref í átt að þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í kvöld þegar þeir unnu landslið Brasilíu, 32:20, í fyrstu umferð 1. riðils forkeppni fyrir leikina en viðureignir riðilsins fara fram í Podgorica í Svartfjallalandi. Í hinum leik riðilsins unnu Suður-Kóreubúar landslið Chile, 36:35, í hörkuleik. Suður-Kóreubúar sendu ekki unglingalandslið sitt til leiks að þessu sinni eins og þeir gerðu á HM í Egyptalandi.


Brasilíska landsliðið hélt í við Norðmenn lengst af fyrri hálfleiks en á lokamínútunum komust Norðmenn fram úr og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Norðmenn voru síðan mikið sterkari í síðari hálfleik. Litlu breytti fyrir landslið Brasilíu að hafa endurheimt varnarmanninn sterka, Thiagus Petrus sem var ekki með á HM vegna kórónuveirunnar, og þjálfarann Marcus Oliveira sem einnig varð af HM vegna veirunnar.


Norska landsliðið getur tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó með sigri á Chile á morgun. Sömu sögu er að segja um Suður-Kóreu sem mætir Brasilíu.

Frakkar sneru við blaðinu í síðari hálfleik gegn Króötum í 2. riðli forkeppni ÓL. Eftir slakan fyrri hálfleik fóru leikmenn franska liðsins á kostum í síðari hálfleik og unnu 30:26. Króatar voru yfir í hálfleik 15:12. Í hinum leik þessa riðils vann Portúgal landslið Túnis, 34:27.


Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, gerði jafntefli í háspennuleik við silfurliðið frá HM, Svíþjóð, 25:25, í fyrsta leik 3. riðils forkeppninnar. Slóvenar unnu Alsírbúa, 36:28. Þjóðverjar mæta Slóvenum á morgun og verða að vinna til að eiga möguleika á sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.


Í riðli tvö leika Frakkar við Túnisbúa og Króatar og Portúgalar mætast.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -