- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn ætla að láta helminginn duga

Leikmenn Vipers ætla í úrslit Meistaradeildar í fyrsta skipti. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni hefur legið niðri í efstu tveimur handknattleiksdeildum karla og kvenna í Noregi síðan um miðjum janúar með von um að það hindri að einhverju leyti útbreiðslu kórónuveirunnar. Vonir stóðu til að hægt yrði að flauta til leiks fljótlega aftur. Nú um hálfum þriðja mánuði síðar er staðan óbreytt.

Fyrir helgina var ákveðið að ljúka keppni í efstu tveimur deildum á eftirfarandi hátt.

  • Keppni verður hætt og miðað við að lokastaðan sé miðað við að öll lið í úrvalsdeildum karla og kvenna og í 1. deild karla og kvenna hafi leikið einu sinni innbyrðis.
  • Enn á eftir að leika níu leiki í úrvalsdeild kvenna og tvo leiki í 1. deild svo að liðin hafi mæst einu sinni hvert, sem sagt leikið helming deildarkeppninnar.
  • Meira en helmingi leikja var lokið í janúar í úrvalsdeild karla og 1. deild karla. Í þessum deildum verða úrslit strikuðu út. Lokastaðan miðast þar með við að öll lið hafi mæst einu sinni.
  • Ekkert lið fellur beint úr úrvalsdeild karla og kvenna. Fjölgað verður um eitt lið í hvorri deild á næstu leiktíð, úr 13 í 14.
  • Kristiansand tekur sæti í úrvalsdeild karla og Follo HK í úrvalsdeild kvenna.
  • Stefnt að úrslitakeppni átta efstu liða í úrvalsdeild karla og kvenna.
  • Stefnt á keppni þriggja neðstu liða í úrvalsdeild karla og kvenna gegn liðunum sem hafna í öðru, þriðja og fjórða sæti í 1. deildum karla og kvenna. Þar verður þátttökuréttur í úrvalsdeild karla og kvenna í húfi.
  • Óljóst er hvenær hægt verður að ljúka keppni í úrvalsdeild kvenna og 1. deild kvenna. Þar af leiðandi veit engin hvenær eða hvort úrslitakeppni og umspil fara fram. Taka á stöðuna 12. apríl. Ef fyrirséð er að hægt verði að hefja keppni á nýjan leik innan fárra vikna fá liðin fjórar vikur til undirbúnings. Þar með væri hægt að hefja keppni 10. – 12. maí.
  • Í það minnsta verður að ljúka leikjunum sem eftir eru í úrvalsdeild kvenna og 1. deild kvenna til að fá hreinar línur.
  • Norsku landsliðin verða bæði með á Ólympíuleikunum sem fram fara í seinni hluta júlí og í byrjun ágúst. Landsliðin þurfa að fá svigrúm til æfinga í júní, alltént hluta mánaðarins. Eins verður júlí upptekinn til undirbúnings.
  • Til viðbótar á norska karlalandsliðið eftir leiki í undankeppni EM karla 2022 sem þarf að vera lokið í síðasta lagi 2. maí.
  • Gefa á heilsu leikmanna sérstakan gaum við ákvörðun á framhaldi deildarkeppninnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -