- Auglýsing -
Norðmenn skelltu heimsmeisturum Dana í síðasta leik liðanna, 36:34, fyrir HM í handknattleik karla. Norska landsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. fjórum mörkum yfir í hálfleik, 21:17.
Leikið var í Kolding á Jótlandi eins og á fimmtudagskvöldið þegar Danir unnu með þriggja marka mun, 31:28, eftir að hafa verið undir í hálfleik.
Norska liðið var betra í Kolding í kvöld í leik þar sem varnarleikurinn var látinn lönd og leið. Margir telja Norðmenn vera hvað sigurstranglegasta á HM sem framundan er.
- Auglýsing -