- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðurlandaþjóðirnar öruggar áfram í milliriðla

Stine Bredal Oftedal að skora eitt sex marka sinna gegn Sviss á EM í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með leikjum í C- og D-riðlum mótsins. Evrópumeistarar Noregs eru öruggir um sæti í milliriðli eftir tvo stóra sigra, þann síðari í gærkvöld á Sviss, 38:21.

Leikmenn norska landsliðsins fagna marki síðla leiks við Sviss á EM í gær. Mynd/EPA


Sænska landsliðið, sem var með íslenska landsliðinu í riðli í undankeppninni, er einnig komið áfram í milliriðla eftir að hafa kjöldregið lið heimakvenna, 33:22, í Celje í Slóveníu í gærkvöld. Noregur og Svíþjóð eru örugg um að taka með sér stig upp úr riðlakeppninni.

Síðustu viðureignir riðlakeppninnar fara fram á morgun og á miðvikudaginn.


Danir ráku af sér slyðruorðið og lögðu Serba með 13 marka mun, 34:21, í síðari leik gærdagsins í keppnishöllinni frábæru í Celje. Danska landsliðið er þar með komið áfram í milliriðila þrátt fyrir tap fyrir Slóvenum í fyrstu umferð riðlakeppninnar á föstudagskvöld, eins og kom m.a. fram á handbolta.is.


Ungverjar eru fjórða þjóðin sem mun eiga sæti í milliriðlum en aðeins neðstu liðin í riðlunum fjórum heltast úr lestinni áður en framhaldið verður í tveimur milliriðlum mótsins sem leiknir verða í Ljubljana í Slóveníu og Skopje í Norður Makedóníu.

Úrslit gærdagsins og markaskorarar


A-riðill:
Króatía – Ungverjaland 21:18 (10:7).
Mörk Króatíu: Valentina Blazevic 9, Paula Posavec 3, Tena Petika 3, Ana Debelic 3, Dora Krsnik 1, Stela Posavec 1, Tena Japundza 1.
Varin skot: Tea Pijevic 13, 45% – Ivana Kapitanovic 1, 33%.
Mörk Ungverjalands: Viktoria Lukacs 4, Petra Tovozi 3, Csenge Kuczora 3, Greta Kacsor 2, Dorina Korsos 2, Alexandra Topfner 2, Greta Marton 1, Petra Vamos 1.
Varin skot: Szófi Szenerey 5, 36% – Kinga Janurik 2, 15%.

Sviss – Noregur 21:38 (9:19).
Mörk Sviss: Mia Emmenegger 5, Xenia Hodel 4, Tabea Schmid 3, Alessia Riner 2, Malin Altherr 2, Kerstin Kundig 2, Daphne Gautschi 1, Leah Stutz 1, Dimitra Hess 1.
Varin skot: Lea Schüpbach 7, 26% – Sladana Dokovic 1, 9%.
Mörk Noregs: Stine Oftedal 6, Maren Aardahl 4, Henny Ella Reistad 4, Vilde Ingstad 4, Malin Larsen 4, Nora Mørk 4, Kristine Breistøl 3, Sunniva Næs 2, Emilie Hovden 2, Kristina Novak 2, Silje Solberg 1, Anniken Wollik 1, Ane Cecilie Høgseth 1.
Varin skot: Silje Solberg 8, 47% – Katrine Lunde 5, 29%.

Staðan:

Noregur220070 – 444
Ungverjaland210151 – 492
Króatía210144 – 502
Sviss200249 – 710
Paula Posavec leikmaður króatíska landsliðsins á auðum sjó í leiknum við Ungverja í gær. Mynd/EPA

B-riðill:
Slóvenía – Svíþjóð 22:33 (13:14).
Mörk Slóveníu: Ana Gros 5, Tjasa Stanko 4, Valentina Klemencic 3, Tamara Mavsar 2, Natasa Ljepoja 2, Nina Zulic 2, Alja Varagic 1, Maja Svetik 1, Tija Gomilar 1, Ema Abina 1.
Varin skot: Amra Pandzic 7, 30% – Branka Zec 1, 14%.
Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 9, Jamina Roberts 8, Elin Hansson 5, Emma Linqvist 3, Linn Blohm 2, Melissa Petren 2, Jenny Carlson 2, Carin Stromberg 1, Tyra Axner 1.
Varin skot: Jessica Ryde 12, 48% – Johanna Bundsen 1, 10%.

Serbía – Danmörk 21:34 (11:18).
Mörk Serbíu: Jovana Stoiljkovic 6, Andjela Janjusevic 4, Jelena Lavko 3, Ana Kojic 2, Jovana Kovacevic 2, Kristina Liscevic 2, Teodora Majkic 1, Katarina Bojicic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 2, 14% – Kristina Graovac 2, 9%.
Mörk Danmerkur: Kathrine Heindahl 4, Trine Østergaard 4, Mette Tranborg 4, Andrea U. Hansen 3, Sarah Iversen 3, Anne Mette Hansen 3, Louise Burgaard 2, Simone Petersen 2, Mie Højlund 2, Emma Cecilie Friis 2, Rikke Iversen 2, Elma Halilcevic 1, Michala Møller 1, Kristina Jørgensen 1.
Varin skot: Sandra Toft 8, 42% – Althea Reinhardt 8,44%.
Staðan:

Svíþjóð220060 – 434
Danmörk210160 – 492
Slóvenía210150 – 592
Serbía200242 – 610

Leikir í kvöld

C-riðill:
Norður Makedónía – Holland, kl. 17.
Rúmenía – Frakkland, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Staðan:

Frakkland110024 – 142
Holland110029 – 282
Rúmenía100128 – 290
N-Makedónía100114 – 240

D-riðill:
Þýskaland – Svartfjallaland, kl. 17 – sýndur á RÚV2.
Spánn – Pólland, kl. 19.30.
Staðan:

Svartfjallaland110030 – 232
Þýskaland110025 – 232
Pólland100123 – 250
Spánn100123 – 300

Leikjadagskrá riðlakeppni EM, úrslit og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -