- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slóvenar slógu Dani út af laginu – andstæðingar Íslands mættust

Leikmenn Slóvena fagna í sigurleiknum í Celje í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenar komu í veg fyrir að Danir fengju þá óskabyrjun sem þeir vonuðust eftir á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Celje í Slóveníu í kvöld. Með afar góðum leik, ekki síst í síðari hálfleik, þá unnu Ana Gros og félagar með tveggja marka mun, 28:26, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Minnstu mátti meira að segja muna að Slóvenar ynnu með þriggja marka mun. Síðasta mark sem var skorað var ekki dæmt gilt eftir miklar bollaleggingar dómaranna.


„Við fórum illa með góð færi í síðari hálfleik auk þess sem Slóvenar léku vel. Það þurfti ekki að koma á óvart, ekki síst á heimavelli,“ sagði Sandra Toft markvörður danska landsliðsins í samtali við TV2.

„Okkur tókst aldrei að ná stjórn á leiknum. Brottrekstrar voru of margir auk þess sem við gerðum of mörg mistök í sókninni,“ sagði Mie Højlund sem var ein af betri leikmönnum Dana í leiknum.

Mörk Danmerkur: Trine Østergaard 7, Emma Friis 6, Mete Tranborg 3, Mie Højlund 3, Kathrine Heindahl 2, Sarah Iversen 1, Anne Mette Hansen 1, Louise Burgaard 1, Simone Petersen 1, Kristina Jørgensen 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 5, 35,7% – Sandra Toft 2, 15,3%.

Mörk Slóveníu: Ana Gros 8, Tamara Mavsar 7, Elizabeth Omoregie 4, Natasa Ljepoja 3, Alja Varagic 2, Valentina Klemencic 2, Barbara Lazovic 1.
Varin skot: Maja Vojnovic 5, 25% – Branka Zec 4, 30,7%.


Í síðari leik B-riðils mættust liðin sem léku með íslenska landsliðinu í undankeppninni, Svíþjóð og Serbía. Sænska landsliðinu urðu ekki á nein mistök. Það vann öruggan sigur, 27:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.

Svíarnir léku af festu og gáfu Serbum aldrei möguleika á að nálgast að neinu ráði. Varnarleikur og markvarsla sænska liðsins var til sóma. Jessica Ryde stóð í markinu með mikilli prýði. M.a. var hún með 55% hlutfallsmarkvörslu eftir 20 mínútur.

Linn Blohm skorar eitt sex marka sinna í leiknum við Serba í kvöld. Mynd/EPA

Eftir um tíu mínútur í síðari hálfleik var forskot Svía komið í tíu mörk og ekkert sem benti til þess að Serbar sneru við taflinu þótt þeim tækist að minnka muninn í fjögur mörk, 23:19, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Var það ekki síst að þakka stórbrotinni frammistöðu Kristina Graovac markvarðar sem skipti við Jovana Risovic sem virtist miður sín og náði sér ekki á strik.

Miðað við frammistöðuna að þessu sinni er ósennilegt að serbneska liðið haldi áfram í milliriðla. Kristina Graovac markvörður bar af í liðinu og var í leikslok valin maður leiksins.

Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 9, Linn Blohm 6, Elin Hanson 4, Jenny Carlson 2, Jamina Roberts 2, Melissa Petrén 2, Carin Strömberg 1, Emma Lindqvist 1.
Varin skot: Jessica Ryde 10, 33,3%.

Mörk Serbíu: Aleksandra Stamenic 6, Jovana Kovacevic 4, Kristina Lecevic 3, Katarina Bojicic 3, Jelena Lavko 2, Andjela Janjusevic 1, Ana Kojic 1, Jovana Stoiljkovic 1.
Varin skot: Kristina Graovac 16, 51,6% – Jovana Risovic 2, 14,2%.

Allar upplýsingar um úrslit leikja á EM, næstu leiki og stöðuna í riðlunum er að finna meðfylgjandi frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -