Kolstad, Elverum og Drammen komust áfram í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í gær. Íslenskir handknattleiksmenn leika með liðunum.
ØIF Arendal og Sandefjord, sem Íslendingar leika einnig með, féllu úr leik.
Bergsøy – Kolstad 26:27 (10:15).
-Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Kolstad.
-Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 1 mark og átti 2 stoðsendingar.
-Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki mark en átti 1 stoðsendingu.
-Sigurjón Guðmundsson varði 2 skot, 18%.
ØIF Arendal – Bækkelaget 41:42 (15:17).
-Leikurinn var tvíframlengdur áður en úrslit lágu ljós fyrir.
-Dagur Gautason skoraði ekki mark fyrir Arendal.
Elverum – Sanderfjord 37:34 (16:14).
-Tryggvi Þórisson var ekki í leikmannahópi Elverum.
-Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Sandefjord.
-Phil Döhler varði 7 skot, 19%, í marki Sandefjord.
Drammen – Fjellhammer 38:37.
-Framlengja varð leikinn til þess að ná fram hreinum úrslitum á annan hvorn veginn.
-Ísak Steinsson varði 13 skot, 33%, í marki Drammen.
Auk Kolstad, Elverum, Drammen, Bækkelaget eru Nærbö, Kristiansand, Bergen, Runar komin í átta liða úrslit bikarkeppninnar.