- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norska landsliðið verður fyrir blóðtöku

Gøran Søgard Johannessen th. (23) í leik með norska landsliðinu gegn Íslendingum á HM í Egyptalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska karlalandsliðið í handknattleik varð fyrir blóðtöku í kvöld þegar ljóst varð að skyttan og miðjumaðurinn Gøran Søgard Johannessen er meiddur og getur ekki tekið þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Greint er frá þessu á vef Verdens Gang. Johannessen staðfestir við VG að hann sé á heimleið vegna meiðsla en ekki er sagt hvers eðlis meiðslin eru.

Tilkynningar er að vænta frá norska landsliðinu með morgni þar eystra.


Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs, valdi 17 leikmenn til fararinnar á leikana. Þar af voru þrír hugsaðir sem varamenn. Þeir eru markvörðurinn Espen Christensen, hornamaðurinn Sebastian Barthold og vinstri skyttan Simen Holand Pettersen. Talið er líklegast að sá síðastnefndi verði kallaður inn í 14 manna hópinn í stað Johannessen sem er liðsmaður Flensburg í Þýskalandi.

Johannessen, sem er 27 ára gamall, hefur verið fastamaður í norska landsliðinu hin síðari ár og á 84 landsleiki að baki.


Norska karlalandsliðið tekur nú þátt í Ólympíuleikum í fyrsta sinn frá árinu 1972. Norðmenn leika upphafsleik handknattleikskeppninnar á laugardagsmorgun að japönskum tíma gegn Brasilíumönnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -